sunnudagur, apríl 01, 2007

Talandi um tilviljanir. Í massífu leiðakasti mínu hékk ég á wikipedia og leitaði eftir einhverju merkilegu sem gerðist hafði 11. júlí, t.a.m. fæðingardögum stjórstjarna eða dauða en fann fátt merkilegt. Næst langaði mig til að lesa hvað wikipedia hefði að segja um bókina To Kill A Mockingbird....og....release-dateið var 11. júlí!!#"_!I#")!(#)Ö821

Frábært. Yndislegt. Stórkostlegt.

Belja.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

I have nothing to declare....at all

Hvernig er ekki hægt að elska eitthvað eins og þetta?

Hver trítlar þarna niður tröppurnar með tuskurnar sínar um kroppinn
þegar kem ég inn úr kuldanum kalinn á hjarta og loppinn
ég tek andköf og ég leggst á fætur fjóra það er fátt annað að gera ungrú Þóra

en ertu nokkuð verulegt vandamál með varnirnar þínar svona mjúkar
og lokkana þína sem liðast og línurnar þínar alveg sjúkar
það er lúxus að fá að líta dýrð svo stóra já lífið er þess virði öfgafagra Þóra

og ertu nokkuð mannskætt meindýr og munnurinn sæti troðinn út
af vonsku og varkskap nei í vöngunum er gamli góði roðinn
og kannski það sé í þessu einhver glóra eftir allt saman heldurðu það ekki bara Þóra

en langar þig nokkuð að lesa heima er ekki langtum betra að tala í síma
eða eigum við kannski að fara í upptöku saman og þeir geggjaða tíma
þú veist að fyrst og síðast eru börnin allt til blóra qen böggar það þig nokkuð mín kæra Þóra?

mín er meyjan væna mittisgrönn og nett
björt með brúna lokka beinvaxin og létt
en hvort á ég að gefa þér alsælu eða nokkra bjóra
eða eitthvað enn annað og betra djásnið mitt Þóra

og dísirnar sem dagana príða dilla sér með heví barma
það verður sólmyrkvi ef þær sjást í bænum það setur á þær líka sjarma
en þegar þú birtist þá fölnar öll sú flóra það finnst enginn sem kemst í námunda við þig Þóra

selurinn hefur mannsaugu og í mýrinni er þessi tjörn
það munar um það að eiga einhvers staðar í alheiminum séns
því ég er grafinn niður í botninn eftir tryllta törn
þá tosar hún mig upp með augunum sínum ungfrú Þóra

það er rapp og það er reif og það er rosalegt æði í
hinum og þessum húsum en það er hardkor á þessu svæði
hún er kannski gleymd og glötuð trúlega hún Nóra
en það bara gerir ekki rassgat því þú ert til staðar Þóra

ertu kýr eða ertu köttur kitlar þig svoldið í skrokkinn
ertu gefin fyrir grimmd ég ætla að geyma af þér hjartalokkinn
bæði máttu bíta mig og klóra og ég bið um meira og meira Þóra

maðurinn er með hundstungu og það er hús vestur í bæ
ég hef á þér nákvæmar og náttlangar gætur
því það býr þessi skvísa sem skæ sendir mig high
hún er svo skelfilega fögur að ég bíð þess aldrei bætur

þeir segja að ef maður vísi burt voninni þá veitist manni allt
en ég ætla ekki að reyna að vera án þín því mér yrði bara svo kalt
ég veit þú fyrirgefur mér alla mína sjúku óra
og þú útleggur þá á bestu vegu Þóra

ég var svo langt leiddur ég lagðist fyrir og dó
við sukkum ofan í iður jarðar báðir við Edgar Alan Poe
ég var værukær en nú vil ég ekki slóra
ég ætla að vitja þín í mýrinni mín eigin Þóra

þessu var öllu löngu lokið veistu leiðidin drápu hreint
það var auðnin allt í kringum mig það var endrinn ljóst og leitt
en þó að væri ekki nema þinna augna ætla ég að tóra
í þúsund ár og svo förum við í bíó Þóra

fimmtudagur, desember 28, 2006

Trouble With Deams

Í leiðakasti mínu í dag rakst ég á myndina The Third Man eftir Carol Reed þegar ég leiddi augum yfir lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma samkvæmt notendum kvikmyndabiblíunnar. Rann þá upp fyrir mér að mig hafði, af einhverjum ótútskýranlegum og út úr því furðulegum ástæðum, dreymt nóttina áður að ég hafði horft á hana. Heilt atriði sem mig hafði dreymt spilaðist fyrir mér í heilanum og ég man greinilega eftir öllum andlitinum, atburðarásinni, film-noir stílnum og meira að segja tónlistinni. Það sem er kannski skrítnast við þetta allt saman er það að ég hef aldrei séð umtalaða mynd. Ég vil spyrja að tvennu:
-Ætti ég að hafa áhyggjur af heilastarfsemi minni?
-Af hverju dreymir mig ekki eitthvað merkilegra en mynd sem ég hef ekki séð?

þriðjudagur, desember 26, 2006

Ain't Hard To Tell

Igby Goes Down er ein af þeim myndum sem hefur þau áhrif á mig að ég veit ekki almennilega hvað mér finnst um hana eftir fyrsta áhorf. Ég er samt ekki að tala um hvort mér finnist hún góð eða léleg - ég veit að mér finnst hún góð - meira svona, góð eða frábær, góð eða stórkostleg eða góð eða ein af bestu myndum í heimi. Aðalástæðan fyrir því er, held ég, sú að ég tengi aðeins of mikið við einhvern karakter í myndinni að einhverju leyti, og eyði einhverra hluta vegna alltof miklum tíma í að hugsa um einhverja ákveðna hluti sem ég aðalkarakterinn eigum sameiginlegt. Þarf nauðsynlega á öðru áhorfi á halda sem fyrst. Það er ekki eins og ég hafi ekki tímann, er meiraðsegja búinn að glápa þrisvar sinnum á Elf á síðustu tveimur dögum.

Þegar ég lendi í þeirri aðstöðu að setja fram á mína skoðun á einhverju eins og upphafi veraldar eða mannkys góma ég sjálfan mig undantekningalaust í þeirri aðstöðu að hafa nákvæmlega ekki neitt að segja. Hugsa að ég sé einfaldlega alltof sjálfhverfur til að nenna að velta fyrir mér upprunna allra eða jafnvel alls.

Ef þið upplifið þessa færslu sem þvælu skil ég ykkur vel, bara eitthvað þvaður sem hefur troðið sér inn fyrir á meðan hugsanir mínar hringsólast nánast algjörlega það sama.

laugardagur, desember 23, 2006

...In a 60´s cover band

Þrátt fyrir að þykja mjög mikið til hljómsveitarinnar Mountain Goats koma, gat ég ekki annað en fagnað því með sjálfum mér, fyrir svona þremur vikum, að vera ekki einn þeirra sem næðu að tengja og þar af leiðandi fíla nýjustu plötu þeirra, Get Lonely. Nú eru breyttir tímar.

Hálskirtlatökur eru ógeð og hugsunin við að þurfa að eyða jólunum og eitthvað frameftir í því ástandi sem ég er í núna er enn ógeðslegri. Eyddi nóttinni í að vera með magapínu út af óþoli fyrir lyfjum sem eiga að flýta fyrir ferlinu og vaknaði því á 25 mínútna fresti til að skíta. Ógeðheitin tinduðu þegar ég sat ég klósettinu og fór að finna fyrir flökuleika ofan á hitt, og hóf að æla blóði í baðið. Bjargið mér.

föstudagur, desember 15, 2006

Wiplash Girchild In The Dark

Þótt ég hlakki örlítið til að sjá þessa mynd, The Factory Girl, er ég skíthræddur við hana, og það af nokkrum ástæðum. Fyrir hið fyrsta gæti hún orðið, og verður mjög líklega, skítléleg, en það er mér í raun slétt sama um. Lúmskt vona ég að hún verði svo blaut ræpa að fólk á eftir að forðast hana eins og fólk forðast...já...blauta ræpu. Aðalástæða þess að ég voni að gæði hennar verði takmörkuð er að ég vil líklegast síst allra hluta í heiminum að Andy Warhol & The Velvet Underground & Nico & Candy Babe & allt heila verksmiðjupakkið verði að tískubólgu. Væri ekki ógnvekjandi ef besta band í heimi yrði gjörsamlega eyðilagt á svipaðan hátt og Johnny Cash var nauðgað með gaddavír í kringum frumsýninguna á Walk The Line? Ég forðast tilhugsunina....hvernig yrði líf mitt? Ekki furða að Lou Herra Reed hafi í töffaraskap sínum kallað alla sem komu nálægt myndinni hórur fyrir einhverju síðan. Heyrirðu það, Sienna Miller? Hóra. (Mér finnst Sienna Miller ágætisgella...ekki misskilja....en hóra er hún, víst Lou segir svo.)
Og hverjir eru einhverjir skitnir Weezer meðlimir að þykjast ætla að geta kóverað Heroin almennilega? Síðasta góða plata Weezer var Pinkerton. Eini maðurinn sem hefur kóverað Heroin vel er augljóslega Billy Idol, en hann tók upp á því að bæta línum úr Gloria þeirra Patti Smith og Van Morrison inn í lagið og gera það merkilega hallærislega elektrónískt og þuldi svo að sjálfsögðu yfir það guðdómleg orðin hans Lou Reed með sinni yndislegu maskjúlar röddu -og já- bætti við það þremur epískum mínútum.
Hayden Christiansen sem Bob Dylan? Fyrirgefið á meðan ég hlæ mig til dauða. Nógu illa fór hann nú með að vera einhver aumur geimgaur með geislasverð. (Sorrí Star Wars fanatics...ég skal ekki móðga Black Helmet Man aftur). Samkvæmt einhverju sem ég las af netinu gerðist Bob Dylan svo töff að kalla Hayden Christiansen einhverju mjög hræðilegu og niðrandi fyrir að reyna að leika sig. Sömuleiðis bannaði hann aðstandendum myndarinnar að nota nafnið sitt í myndinni og hótaði að kæra ef svo yrði gert, enda er karakterinn hans Hayden ekki kallaður Bob Dylan í framleiðsluferlinu, að minnsta kosti, heldur Bobby Quinn. Já, Bobby Quinn. Haha! Er líka smeykur með Guy Pearce sem Andy Warhol, en ég trúi ekki öðru en að hann klúðri þessu að minnsta kosti ekki á neinn fatalískan hátt. Guy Pearce er nebbla dáldið góður leikari.
Hér svo trailerinn af þessu öllu saman. Lítur út fyrir að vera eins mainstrímserað og hægt er. Á þetta ekki að vera smá innsýn í Andy Warhol verskiðjuna? Dröggý kynskiptinga, allsnakta pronografíska listmamenn, svolítið sturðala kynvillinga og ofurartfartplebba á sjöunda áratugnum í New York, vakandi allan sólahringnum með hjálp eiturefna skapandi mistilgerðlega og framúrstefnulega list? Af hverju er þetta ekki að minnsta kosti smá skerí, svolítið heillandi, hættulegt eða spennandi. Í The Doors gekk Oliver Stone svo langt að pretty much spila The Doors sem Backstreet Boys miðað við Velvets. Af trailernum að dæma er þessi heimur eins og Disneyland.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Show me some meat and you'll have my time

Hlýt að langmestu leyti að vera að upplifa leiðinlegasta desember þessara sautján sem ég hef fengið að njóta. Ég hef tæplega komist út úr húsi, nema þá upp á spítala, og eytt restinni af mánuðnum í að vera hundveikur og sveittur og myglaður inni hjá mér, annaðhvort við að gera ekki neitt eða læra en oftast bæði. Til viðbótar hef ég verð óhæfur þess að setja ofan í mig mat þar sem hálskirtillinn minn hægri hefur verið það stór að hann þekur út leiðina sem maturinn þarf að fara ofan í maga. Ástandið hefur gert það að verkum að ég þarf að taka þrjú sjúkrapróf og klárast prófatíðin þ.a.l. tveimur dögum seinna en átti að gera. Þótt það hafi aldrei stefnt í nein afrek í einkunnum á staðfestinardegi verða einkunnirnar bókað enn lægri en þær hefðu orðið. Heilsan hefur þó skánað til muna og verð ég ferskur í nokkurra daga sælu og skemmtun eftir síðasta prófið mitt eða allt þar til ég fer í hálskirtlatöku þann 20. desember. Taka þá við 7-14 dagar, líklegast svona 16, miðað við lukku mína, í enn frekari rekkjuhangs og fæðuleysi. Og guð minn góður, þvílík tímasetning á þessu öllu saman...það er sko hlutir sem mig langar svo miklu, miklu meira til að vera að standa í.
Bíóhúsin hafa ekki séð mig í rúmar þrjár vikur. Það verður að teljast mjög óeðlilegt ástand. Hlýt að fá símtal frá einhverju þeirra innan nokkurra daga. Annars verð ég sár. Hringið bara fyrir þann 20. því þá verð ég óhæfur um mannleg samskipti. Bókstaflega.

laugardagur, desember 02, 2006

A Good Woman is a Werewolf

Ég álása þér ekki fyrir að drepa mig því ég á það skilið. Er hvort eð er ekkert nema klaki bíðandi eftir að hann bráðni og fljóti ofan í holræsið og blandist sorpefnum og verði að einhverju öðru. Hugsanlega einhvers konar sorpmixtúru. Þá verður lífið fyrst almennilegt, finn loksins mína líka. Nei. Hættu nú alveg.

Já. Þegar ég er farinn að signa mig inn á blogger og hripa niður eitthvað sem ég myndi ósmeykur senda í heimskeppni í heimsku og hálfvitaskap hlýtur að vera prófatíð. Að minnsta kosti nálægt prófatíð. Ég á óopnaðan Doritospoka og bíð eftir félagsskap og mér leiðist biðin. Bíð enn eftir því að hætta að vera veikur þar sem það ástand staldar enn við síðan á föstudaginn fyrir viku og neitar að hlaupa á brott. Loks þegar það hleypur svo þarf ég hlaupa í stærðfræðipróf og í framhaldi af því dönskupróf og svo spænsku og svo framvegis. Svo kemur helgi sem ég nýti í að læra fyrir íslenskupróf og enskupróf. Svo verður glatt á gjalla. Glatt á gjalla. Jú...það er víst til. Eyddi deginum í stærðfræði og hlustun jólaplatna. Low & Bright Eyes & shit. Held ég sé kominn í jólaskap óvenju snemma. Hentugt því ég þarf að taka jólin sjálf út fyrr þar sem ég fer í hálskirtlatöku þann 20. og verð rúmliggjandi yfir hátíðirnar. Jájá. Áðan skrifaði ég um bitran fylliraft. Þeir eru töff.A Good Woman is a Werewolf

Ég álása þér ekki fyrir að drepa mig því ég á það skilið. Er hvort eð er ekkert nema klaki bíðandi eftir að hann bráðni og fljóti ofan í holræsið og blandist sorpefnum og verði að einhverju öðru. Hugsanlega einhvers konar sorpmixtúru. Þá verður lífið fyrst almennilegt, finn loksins mína líka. Nei. Hættu nú alveg.

Já. Þegar ég er farinn að signa mig inn á blogger og hripa niður eitthvað sem ég myndi ósmeykur senda í heimskeppni í heimsku og hálfvitaskap hlýtur að vera prófatíð. Að minnsta kosti nálægt prófatíð. Ég á óopnaðan Doritospoka og bíð eftir félagsskap og mér leiðist biðin. Bíð enn eftir því að hætta að vera veikur þar sem það ástand staldar enn við síðan á föstudaginn fyrir viku og neitar að hlaupa á brott. Loks þegar það hleypur svo þarf ég hlaupa í stærðfræðipróf og í framhaldi af því dönskupróf og svo spænsku og svo framvegis. Svo kemur helgi sem ég nýti í að læra fyrir íslenskupróf og enskupróf. Svo verður glatt á gjalla. Glatt á gjalla. Jú...það er víst til. Eyddi deginum í stærðfræði og hlustun jólaplatna. Low & Bright Eyes & shit. Held ég sé kominn í jólaskap óvenju snemma. Hentugt því ég þarf að taka jólin sjálf út fyrr þar sem ég fer í hálskirtlatöku þann 20. og verð rúmliggjandi yfir hátíðirnar. Jájá. Áðan skrifaði ég um bitran fylliraft. "Sat í fimmtán mínútna eða tveggja sígarettna fjarlægð frá heimili mínu og dró smátt og smátt í mig þá sjöttu og tók fyrsta sopann af rammsterku vodka. Í kvöld ætlaði ég að fleygja mér í náttúrunnar rúm og verða drukkinn með engum nema sjálfum mér af frátöldum einstaka fuglum sem myndu blístra næturblús eins og drukknir negrar í svartnætti á fjórða áratugnum. Ég gat ekki beðið eftir að himininn yrði nætursvartur því helvítis fegurðin í rauðljómanum minnti allt of sterkt á varnirnar hennar Lenu. Setti sígarettupakkann því í vasann og tók stóran sopa af vodkanu til að halda á mér hita. Lagðist niður og lokaði augunum og ákvað að ég skyldi sofa burt þennan rúma hálftíma sem ætti eftir að líða til myrkurs." Mér finnast bitrir fylliraftar skemmtilegir.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Does it look like I give a damn?

Casino Royale var, eins og vitað var fyrir, mjög hot. Daniel Craig er steyttur hnefi og kann að leika Bond alveg eins vel og hinn öldukenndi Martin Campell kann að leikstýra honum. Væri það ekki fyrir Vin Dieselíska vöðvamassann sem Craig ber utan á sér hefði hann getað komist mjög nærri Connery en situr í sömu hillu og Pierce Brosman þarna rétt fyrir neðan. Sit samt alltaf jafn sár eftir Bondgláp að myndirnar skuli ekki hreyfa jafnræskilega við mér og fyrir einhverjum 6-8 árum þegar ég hélt Bondmaraþon í hvert skipti sem ég lá heima með flensu. Þrátt fyrir æskuminningarnar gekk ég út gay as a fag og skemmdi yfirdrifið töff lokaatriðið ekki fyrir.

Kvikmyndir virðast vera það eina sem gengur á í hausnum á mér þessa dagana sem ég er reiðubúinn til að deila með restinni af heiminum...býst svosem ekki við því að það taki einhverjum breytingum á næstunni a.m.k...

föstudagur, nóvember 17, 2006

A Carrot Is as Close as a Rabb

Ákvað í gær að losa mig undan stöðugu áreiti Arnórs sem lýsast með óþægilegum árásum og öskrum þess efnis að Mickey Rourke væri í raun töffari og glápti því á Angel Heart eftir Alan Parker þar sem Rourke spilar einmitt aðalrulluna. Endaði á því að hálfviðurkenna fyrir honum að Mickey Rourke væri eftir allt saman nokkuð töff en það sem koma mest á óvart voru leiktilburðir hans sem voru - já - heavy. Náði hann árangri sem fæstir gætu sjálfsagt afrekað og drap algjörlega niður í Robert De Niro þegar þeir deildu skjánum yfir sígarettum og eggjum. Alan Parker virkaði einnig lofandi og skammast ég mín fyrir að hafa ekki séð klassíkera eftir hann á borð við Midnight Express og Mississippi Burning þótt Evita hafi verið framúrskarandi drepleiðinleg og asnaleg en á móti var Fame feit eins og allir vita.

Kem hugsanlega til með að brjótast út úr bloggskelinni og drita á takkana með minna millibili svona fram að og eftir próf þegar að blogga verður allt í einu skemmtilegasti hlutur í heimi. Svo stay tuned.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

You keep hangin' around me but I'm not so glad you found me...

Opið bréf til Bólna ehf:

Þótt ykkur þyki voða vænt um mig og finnst ég vera svona ómótstæðilega fallegur og kjörinn staður til að skapa nýlendu á er ég ekki beint sama sinnis og bið ykkur því vinsamlegast að finna ykkur nýja heima. Ég hata ykkur af öllu hjarta og vona að þið hverfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti mínu.

Kveðja, Ívar.
-_O

mánudagur, október 23, 2006

Tilraunastarfsemi

Testicle 1, 2, 3

elitecoolness's Profile Page

þriðjudagur, október 17, 2006

Regular Pretériti Indefinido

Mig hungrar í mat. Kannski ég fari til Arnórs og borði æðibita og remikex. Jafnvel beyglu líka með hvítlauksrjómaosti og svo Sun Lolly í eftirmat. Líka smá Mentos í seinni eftirmat og Pepsi Max yfir sjónvarpinu. Spila svo Red Faction í óhóflega langan tíma. Nei. Hann er að vinna.

fimmtudagur, október 12, 2006

Hamingja og Gleði

Ójá. Ég var að komast að því að Andrew Bird deilir með mér afmælisdegi. Feginn að gefa nefnt einhvern annan en Lil' Kim hvað það varðar.

þriðjudagur, október 10, 2006

Random thougts

Er það eðlilegt að mér líði eins og mesta hræsnara, nú þegar ég vinn að íslenskuritgerð sem fjallar um mína skoðun á Káranhjúkahneykslinu öllu saman, eftir að hafa látið það að mestu leyti kyrrt liggja að velta því fyrir mér áður? Ég hálfskammast mín fyrir að vera jafn latur og ég er í raun við að setja mig inn í málefni líðandi stundar. Ég er óviss um af hverju mér er sama um allt og alla...ætli ég sé á krónísku heróinskoti?

Because when the smack begins to flow
I really don't care anymore
About all the Jim-Jim's in this town
And all the politicians makin' crazy sounds
And everybody puttin' everybody else down
And all the dead bodies piled up in mounds.

Upp á síkastið hef ég gómað sjálfan mig í þeirri aðstöðu að finnast það ekki þess virði að sitja og læra í lengri tíma til þess eins að fá háa tölu skrifaða á eitthvað blað. Er það barnaleg hugsun?

-----
Arnór er vaknaður. Einu sinni enn. Klöppum fyrir því.